Vörumerki |
---|
VNR:
saedis-dyna
93.100kr. – 146.200kr. Original price was: 93.100kr. – 146.200kr..74.480kr. – 116.960kr.Current price is: 74.480kr. – 116.960kr..
Byltingarkennd dýna fyrir sjómenn
Efra lag : Celcius þrýstijöfnunarsvampur sem lagar sig að líkamanum og skorðar hann þannig að maðurinn helst stöðugur í rúmi sínu í sjógangi.
Neðra lag : Sérhannað lag af burðarmiklum fjaðrandi svampi sem dempar högg og velting skipsins.
Styrktarkantar : Langhliðar dýnunnar eru úr stífum burðarmiklum svampi sem stuðlar að betri stöðugleika einstaklings í rúminu.
Áklæði : Sérhannað teygjanlegt áklæði sem má taka af og þvo, fjaðrar með dýnunni í stað þess að vinna gegn eðliseiginleikum hennar.
Öll hráefni sem notuð eru í dýnuna uppfylla stranga brunastaðla.
Vogue fyrir heimilið hefur þjónustað útgerðarfélög síðan 1949. Þjónustan hefur aðallega byggst á framleiðslu á dýnum og gluggatjöldum ofl. í báta, skip og verbúðir auk klæðninga og framleiðslu á bekkjum í matsali og svefnherbergi. Frá upphafi hefur fyrirtækið verið leiðandi í þróun á rúmdýnum í skip og framleiðir í dag nokkrar gerðir af skipadýnum.
Mikil bylting átti sér stað þegar heilsudýnan Sædís leit dagsins ljós, en hún er afrakstur 4. ára þróunarverkefnis. Dýnan var þróuð af sérfræðingum fyrirtækisins í samvinnu við sjómenn og sjúkraþjálfara undir handleiðslu Iðntæknistofnunar og IMPRU með stuðningi Nýsköpunarsjóðs.
Dýnan er 2ja laga þar sem efra lagið er þrýstijafnandi en það skorðar sjómanninn í dýnunni þannig að hann hreyfist ekki eins mikið í veltingi og sjógangi. Neðra lagið er stinnt en mjög fjaðrandi en það einangar hreyfingar skipsins betur frá notandanum. Stífir kantar eru með langhliðum dýnunnar til þess að auka hliðarstuðning við líkamann til að skorða hann betur.
Dýnuverið er úr eldtefjandi efni og má taka af og þvo. Það er mjög teygjanlegt þannig að það fjaðrar vel með dýnunni og hefur því ekki áhrif á eiginleika hennar.
Í dag nota öll stærstu útgerðarfélög landsins Sædísi í skip sín og ljúka menn miklu lofsorði á hana. Sem dæmi um kaupendur má nefna H.B Granda, Samherja og marga fleiri.
Einungis hráefni í hæsta gæðaflokki eru notuð í dýnuna og til að gæta fyllsta öryggis eru þau öll eldtefjandi.
Sædís er framleidd í stöðluðum stærðum eða skv. teikningum og sniðum þannig að hægt er að fella hana inn í allar gerðir rúmstæða.
Ekki með notendanafn?
Búa til aðgangÞú gætir unnið gjafabréf
Við drögum reglulega út gjafabréf þar sem heppinn póstlistavinur fær 15.000kr gjafabréf í Vogue fyrir heimilið. Við gefum póstlistavinum okkar fregnir af nýjungum en einnig sérstök tilboð og foraðgang að ýmsum tilboðum.
Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er með því að smella á hlekk neðst í öllum okkar póstum. Þú finnur persónuverndarstefnu Vogue fyrir heimilið á vogue.is/personuvernd/ Þegar þú hefur smellt á skráningarhnappinn hér fyrir ofan gefur þú samþykki fyrir því að við megum nota þessar upplýsingar í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.