Þessi barnadýna er 8cm þykk svampdýna sem er framleidd eftir pöntunum.
Lystadún-Snæland hefur framleitt vöggu og barnadýnur í yfir 70 ár og hafa alltaf lagt mikla áherslu á að vinna einungis úr fyrsta flokks hráefni. Því eru öll hráefni sem notuð eru í dýnurnar okkar með Oeko-Tex Standard 100 umhverfisvottun.
- Dýnuverið er með rennilás. Það þýðir að hægt er að klæða dýnurnar úr og þvo dýnuverið sem er auðvitað algjört lykilatriði í góðri umhirðu dýnunnar þinnar.
Afhendingartími
Framleiðsluland
- Allar Lystadún-Snæland dýnur eru framleiddar af Vogue fyrir Heimilið í Síðumúla 30.
Ábyrgð
- 5 ára framleiðsluábyrgð er á öllum Lystadún-Snæland dýnum.
Vottanir
- Vogue notar einungis hráefni vottuð með Oeko-Tex Standard 100 umhverfisvottuninni við framleiðslu á öllum sínum heilsudýnum. Það þýðir að neytendur geta gengið að því vissu að vörurnar eru úr hráefnum sem eru laus við hættuleg eða skaðleg efni sem voru unnin með lágmörkun á umhverfisáhrifum að leiðarljósi.
- Allur svampur sem Vogue notar í Lystadún-Snæland heilsudýnur er fenginn frá stærsta svampframleiðanda í heimi, Carpenter Co. Allur sá svampur er vottaður með Oeko-Tex Standard 100 umhverfisvottuninni.