LATINA – Skenkur / barskápur (90x129cm – Espresso Oak)

264.400kr.

Athugið að um sýningareintak er að ræða.

Stílhreinn og nútímalegur skenkur úr LATINA vörulínunni frá danska framleiðandanum Unique Living Furniture.

Glæsilegur eikar skenkur á svörtum stálfótum, með dökkri „espresso“ áferð og einstöku munstri á skápshurðum.

Sérstaða skenksins er rýmið sem er sérstaklega hannað fyrir vínáhugafólk, þar sem helst ber að nefna geymslurekka fyrir vínglös ásamt skúffum og hillurými fyrir ýmiss konar fylgihluti barþjónsins.

Bjóddu vinunum í heimsókn og heillaðu þá upp úr skónum með nokkrum vel hrærðum eða hristum kokteilum úr barskápnum góða – þetta er uppskrift að fullkominni kvöldstund.

Málin í cm: 129(H) x 90(B) x 45(D)

Out of stock

Vörumerki

Vörutegund

Skápar, Skenkar

VNR: UNI-42093181
Unique Living Furniture er danskt fyrirtæki sem teygir anga sína út um allan heim. Unique Living Furniture framleiðir hágæða húsgögn á sanngjörnu verði sem eru í takt við nýjustu strauma og tísku. Unique sérhæfir sig í framleiðslu á borðum, stólum, skápum, skenkum ofl. úr fyrsta flokks hráefnum á borð við eik, ask, furu, gúmmítré, sheesham og acacia við svo eitthvað sé nefnt. Við hjá Vogue erum ótrúlega montin með þessa nýju línu frá Unique og teljum hana smellpassa inn í úrval okkar af hágæða húsgögnum.