UCI ‘PILLOWISE JUNIOR’ – Heilsukoddi fyrir börn

18.500kr.

Af hverju ættu börnin okkar að sofa á einhverju öðru en því allra besta?

Vörumerki

VNR: uci-pillowise-jr-master

Pillowise Junior frá United Comfort Industries er fyrsti heilsukoddinn fyrir börn sem er sérsniðinn að stærð þeirra og líkama. Einstök hönnun koddans dregur úr þrýsting og álagi á efstu 7 hryggjarliðunum sem eru oft undir miklu álagi vegna aukinnar notkunar á snjallsímum og spjaldtölvum. Stuðningurinn sem heilsukoddinn veitir getur hjálpað til við að leiðrétta hinn svokallaða „Tech Neck“ sem fylgir oft mikilli notkun slíkra tækja.

Heilbrigður svefn í réttri svefnstöðu eykur andlega og líkamlega vellíðan og bætir frammistöðu í daglegu lífi. Koddinn er fáanlegur í 3 mismunandi stærðum (þykktum). 

Til þess að finna fullkominn kodda fyrir barnið þitt þarf að smella á þennan hlekk HÉR og setja inn hæð, þyngd, aldur og kyn. Út frá þeim upplýsingum reiknar pillowise fyrir þig nákvæmlega hvaða koddi hentar þínu barni best. Einnig er hægt að koma í verslun okkar í Ármúla 44 og fá aðstoð sérfræðinga.

Til þess að vöðvarnir slaki sem mest á og til að hvílast sem best er nauðsynlegt að sofa á kodda sem er sérsniðinn eftir þörfum hvers og eins. Einföld og áhrifarík mælitækni frá Pillowise gerir þér kleift að finna fullkominn kodda fyrir barnið þitt.

Það er mikilvægt að koddinn sé ekki of þykkur og ekki of þunnur. Viðeigandi koddi, í réttri hæð, mun aðlaga sig að útlínum hálsins. Þar að auki er koddinn þægilega mjúkur og veitir frábæran stuðning.

Pillowise koddarnir eru hannaðir í verksmiðju Pillowise í Hollandi þar sem einungis er notast við besta fáanlega hráefnið á markaðnum í dag. Með Pillowise koddunum fylgir 5 ára ábyrgð til að gulltryggja góðan svefn nótt eftir nótt.

Kjarni: 100% hágæða hollenskur þrýstijöfnunarsvampur

Áklæði: 100% Tencel sem framleitt er úr náttúrulegum fíber þráðum úr trjám. Vetir áklæðinu silkimjúka áferð

Hægt er að fjarlægja áklæðið og þvo við 40°C