Södahl ‘RAINDROPS’ – Rúmföt (Sort) 140×200/50×70

12.995kr.

Falleg rúmföt sem teiknarinn og hönnuðurinn Michelle Carslund hannaði sérstaklega fyrir Södahl.

Out of stock

Vörumerki

VNR: AS-410714026

Raindrops rúmfötin frá Södahl eru úr 100% lífrænt ræktaðri bómull og eru með GOTS (Global Organic Textile Standard) vottuninni ásamt Oeko-Tex 100 umhverfisvottuninni sem tryggir að rúmfötin innihalda engin skaðleg efni.

Í samstarfi við Södahl hefur teiknarinn og hönnuðurinn Michelle Carslund nú hannað nýja barnalínu sem ætti að gleðja yngstu meðlimi fjölskyldunnar. Michelle er helst þekkt fyrir einfaldar og barnalegar teikningar sínar, en margir ættu að kannast við hinn pastellitaða heim sem Michell hefur skapað, með fallegum trjám og feimnum dýrum sem loka augunum um leið og þú lítur á þau.

Raindrops línan er með einföldu og sætu myndefni sem sýnir litla rigningardropa glampa í skóginum. Á himninum fyrir ofan, á koddanum, skín sólin og þerrar og yljar þeim sem hafa orðið blautir í rigningunni.

Stærð: 140×200 cm (sængurver) og 50×70 cm (koddaver)
Efni: 100% Lífræn bómull
Litur: Sort

Danska vörumerkið Södahl býður upp á mikið úrval af fallegum textílvörum fyrir heimilið, svo sem rúmföt, borðdúka, viskastykki, handklæði, púða, teppi og fleira. Tískustraumar og sjálfbærni fara saman hönd í hönd hjá Södahl, en flestar þeirra vörur eru Oeko-Tex® vottaðar ásamt því sem allar barnavörur eru með hina vistvænu GOTS vottun.