Royal Aviana heilsurúmið er einstaklega gott fyrir þá sem þurfa jafnan og góðan stuðning. Royal Aviana er lagskipt svampdýna, blanda af kaldsvampi og þrýstijöfnunarsvampi sem aðlagar sig fullkomlega að líkamanum og léttir á þrýstingi og álagi á mjöðmum, baki og öxlum. Royal Aviana hefur þann eiginleika að hún dreifir þyngd líkamans einstaklega vel, fyllir vel upp í öll holrúm og því myndast enginn þrýstingur á þessi helstu álagssvæði.
Stífleiki
-
Royal Aviana er millistíf.
Dýnuver
-
Dýnuverið utan um Royal Alexu er saumað úr sterku og teygjanlegu pólýester sem að tryggir góða endingu.
Stuðningur og þægindi
-
Royal Aviana er 26cm lagskipt svampdýna. Efra lag dýnunnar er úr vönduðum þrýstijöfnunarsvampi (Memory Foam) og neðri hlutinn úr hágæða kaldsvampi (High Resilience Foam). Hönnun dýnunnar gerir það að verkum að hún aðlagar sig að hverjum og einum og því skiptir þyngd viðkomandi ekki höfuðmáli. Slíkt verður til þess að dýnan hentar sérstaklega vel einstaklingum eða hjónum sem eru misþung en vilja ekki tvær aðskildar dýnur með bili á milli.
-
Þrýstijöfnunarsvampurinn í Aviana heilsurúminu hefur einnig þann eiginleika að hreyfingar á milli svefnsvæða eru ekki til staðar. Svefnhreyfingar hjá einum aðila hafa því ekki truflandi áhrif á hinn aðilann sem eykur gæði svefnsins og kemur í veg fyrir truflun á djúpsvefn hjá viðkomandi.
Kantar
-
Kantarnir á Royal Aviana eru þéttir og sterkir sem gerir það að verkum að engin hætta er á að maður renni út á gólf þegar sest er á rúmkantinn.
Rúmbotn
-
Við sérsmíðum okkar eigin rúmbotna sem eru einstaklega sterkir viðarbotnar samsettir úr MDF og furu. Við bólstrum einnig rúmbotnana og er hægt að velja um ótal mismunandi liti og áklæði (t.d. leðurlíki, tau, velúr ofl.).
Afhendingartími
-
Royal Aviana heilsudýnan er lagervara og er hægt að fá afgreidda alla virka daga milli 08:00 og 16:00. Lystadún-Snæland rúmbotnar eru framleiddar eftir pöntunum. Biðtími eftir framleiðsluvörum er því 3-4 vikur að jafnaði.
Framleiðsluland
-
Royal Aviana er framleidd í Kína.
-
Allirr Lystadún-Snæland rúmbotnar eru framleiddir af Vogue fyrir Heimilið í Síðumúla 30.
Ábyrgð
-
5 ára framleiðsluábyrgð er á öllum Royal dýnum.
Vottanir
-
Vogue notar einungis hráefni vottuð með Oeko-Tex Standard 100umhverfisvottuninni við framleiðslu á öllum sínum heilsudýnum, rúmbotnum og höfðagöflum. Það þýðir að neytendur geta gengið að því vissu að Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotnar og höfðagaflar eru úr hráefnum sem eru laus við hættuleg eða skaðleg efni sem voru unnin með lágmörkun á umhverfisáhrifum að leiðarljósi.
-
Allur svampur sem Vogue notar í Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotna og höfðagafla er fenginn frá stærsta svampframleiðanda í heimi, Carpenter Co. Allur sá svampur er vottaður með Oeko-Tex Standard 100.