13.900kr.

Útilega

Íslensk ull

130x200cm

Hönnuður: Védís Jónsdóttir

Out of stock

VNR: LOP-7996-3041

Ullarteppi Teppin eru gerð úr íslensku ullargarni. Teppin eru í ýmsum mynstrum, litasamsetningum og áferð. Þau eru vinsæl vegna hlýju sinnar og léttleika.

Íslenska ullin hefur þróast í 1100 ár í köldu, norðlægu loftslagi og býr þess vegna yfir einstakri samsetningu innri og ytri þráða. Þelið er fíngert, mjúkt og óreglulega liðað. Það verndar féið gegn kulda. Togið er lengra, slétt og harðgert. Það veitir vörn gegn vatni og vindum. Þegar tog og þel er unnið saman verður til hinn einstaki Lopi sem Lopidraumur sækir styrk sinn í. Ullin hefur þann eiginleika að halda einstöku raka- og hitajafnvægi. Þessi öndunareiginleiki leggur grunninn að þæginlegum svefni.