IPANEMA – Rafknúinn leðurhægindastóll (Superblack)

597.800kr.

Athugið að um sýningareintak er að ræða.

Rafknúinn, stillanlegur hægindastóll úr 100% ítölsku nautaleðri frá hollenska lúxus húsgagnaframleiðandanum Het Anker. Hnappar á hliðinni gera þér kleyft að halla bakinu aftur og lyfta skemlinum upp. Þeir sem þekkja til vita að Het Anker gefur ekkert undan hvað varðar gæði í hráefnavali sem og framleiðslu, og á tímalaus hönnun þeirra heima á hvaða heimili sem er.

  • Breidd – 72cm
  • Hæð – 114cm
  • Dýpt – 87cm
  • Hæð upp í sessu: 46cm
  • Litur: Superblack

Innvols úr harðvið og stáli, og bólstraður með 100% ítölsku ungnautaleðri. Opinn saumur og svartir fætur.

Out of stock

Vörumerki

Vörutegund

Hægindastólar

VNR: HET-IPANEMA-SBLA-5BF
Húsgagnaframleiðandinn Het Anker er öflugt og rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á handsmíðuðum sófum og stólum með hágæða leðuráklæði. Het Anker var stofnað árið 1928 og hefur því framleitt húsgögn í yfir 90 ár og vaxið mikið í gegnum árin og orðinn leiðandi í húsgagnaframleiðslu í Evrópu, einkum í Belgíu, Hollandi og Luxemborg. Í dag framleiðir Het Anker húsgögn til viðskiptavina í yfir 35 löndum víðsvegar um allan heim. Mikið úrval húsgagna, þá sérstaklega sófa og stóla, gerir það að verkum að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Het Anker notast eingöngu við hágæða hráefni eins og hágæða ítalskt leður og fyrsta flokks efnablöndur frá evrópskum framleiðendum til að tryggja hámarks gæði. Allar vörurnar frá Het Anker eru framleiddar í Hollandi.