Þessi litla fánastöng er einkar glæsileg sama hvað fána hún flýgur en í danmörku er lítil fánastöng með „Dannebrog“ afar vinsæl skírnargjöf, en það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að þú getir flaggað íslenska þjóðfánanum og skapað þína eigin afmælishefð. Svo má náttúrulega líka bara skella honum út í glugga á sunnudögum og snakke på dansk eins og í gamla daga.
H: 390mm
Efni: Ryðfrítt stál og polyester
Hannað árið 2009 af Todd Bracher
—-
Saga Georg Jensen hófst árið 1904 þegar hinn 38 ára gamli silfursmiður Georg Arthur Jensen opnaði verkstæði sitt í hjarta Kaupmannahafnar á Bredgade 36. Georg Jensen merkið er í dag þekkt fyrir hágæðahönnun og framleiðir það vörur eftir heimsfræga hönnuði eins og Arne Jacobsen, Aldo Bakker, Ilse Crawford og Verner Panton. Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen einnig gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu.