ester & erik – Cone Kerti (57 Teal Tan)

2.090kr.4.690kr.

Keilulöguðu kertin frá ester & erik voru upphaflega hönnuð sem skrautkerti fyrir aðventukransa og jólaskraut. Kertin urðu hinsvegar fljótt gífurlega vinsæl og eru núna seld allan ársins hring, enda vönduð, falleg og fáguð kerti sem passa í hvaða útstillingu sem er.

Keilulagaða kertið er eina kertið frá ester & erik sem getur staðið stöðugt óstutt. Klassísk lögunin er fáguð ein og sér, en það nýtur sín líka alveg gífurlega vel á til dæmis kertaplöttunum frá ester & erik, eða á fleiri flötum eins og t.d. glerplötum, steypu- eða marmaraborðum. Allt er hægt þar sem kertið þarf ekki að standa í kertastjaka!

Stærð: 37 eða 48cm
Litur: 57 Teal Tan

Vörumerki

VNR: Ee-cone-57-teal-tan-MM

Saga fjölskyldufyrirtækisins ester & erik er ástarsaga tveggja einstaklinga og ástríðu þeirra fyrir fallegum kertum og hágæða handverki. Eftir áratugalangan draum um að bjóða upp á fyrsta flokks og einstaklega vönduð kerti hófu hjónin Ester og Erik Møller framleiðslu á þeim árið 1987 í bænum Silkeborg í Danmörku. Frá upphafi hafa þau einungis notast við náttúruleg hráefni úr hæsta gæðaflokki og er kennimerkið þeirra, með litla hjartanu í miðjunni, orðið heimsfrægt sem merki um gæði, vönduð vinnubrögð og að sjálfsögðu handgerð kerti sem eiga sér enga líka.

Efni: Kertið er búið til úr 100% lyktarlausu paraffín vaxi frá einum virtasta vax framleiðanda Evrópu. Kertið er framleitt í verksmiðju ester & erik í Danmörku, og þráðurinn er úr 100% bómull.

Fótur: Fótur kertisins er flatur, sem þýðir að kertið getur staðið óstutt án þess að þurfa kertastjaka.

Sjálfslökkvandi: Kertið er sjálfslökkvandi, þannig að loginn deyr út u.þ.b. 2-3 sentímetrum frá botninum (til að gæta alls öryggis þá mælum við hinsvegar með að skilja aldrei eftir logandi kerti án eftirlits).

Góð ráð: Við mælum með að nota kertaslökkvara til að slökkva á kertum. Þetta kemur í veg fyrir reyk og tryggir að engin glóð verði eftir í þræðinum. Kertaslökkvari kæfir logann algjörlega og þá helst þráðurinn líka heill.

Fyrir lökkuð kerti, eða kerti með gull eða silfur húðun, er mikilvægt – eftir að slökkt hefur verið á kertinu með kertaslökkvara – að fjarlægja ysta lag lakksins frá dældinni í kringum þráðinn þannig að hægt sé að kveikja á kertinu aftur án vandræða.

Til að tryggja það að kertið brenni sem best mælum við með að halda þræðinum stuttum, hafa a.m.k. 10cm á milli kerta, og forðast það að hafa kertin fyrir ofan ofn og forðast dragsúg.

Saga fjölskyldufyrirtækisins ester & erik er ástarsaga tveggja einstaklinga og ástríðu þeirra fyrir fallegum kertum og hágæða handverki. Eftir áratugalangan draum um að bjóða upp á fyrsta flokks og einstaklega vönduð kerti hófu hjónin Ester og Erik Møller framleiðslu á þeim árið 1987 í bænum Silkeborg í Danmörku. Frá upphafi hafa þau einungis notast við náttúruleg hráefni úr hæsta gæðaflokki og er kennimerkið þeirra, með litla hjartanu í miðjunni, orðið heimsfrægt sem merki um gæði, vönduð vinnubrögð og að sjálfsögðu handgerð kerti sem eiga sér enga líka.