Textiles Vertrauen (e. Confidence in Textiles) prófar sérstaklega hvort einhver skaðleg efni séu í vörunni samkvæmt OEKO-TEX® stöðlum um vefnaðarvörur af öllum gerðum. Vörur sem fá þennan stimpil standast öll viðmið Oeke-Tex um skaðleg efni og ógna ekki heilsufari.
OEKO-TEX® staðallinn veitir, í fyrsta skipti, vefnaðarvöruframleiðendum alþjóðleg og samræmanleg viðmið sem byggja á vísindalegum grunni um hvernig möguleg skaðleg efni eru metin í vefnaðarvörum. OEKO-TEX® stimplinum fylgir sá ávinningur að viðskiptavinir geta fullvissað sig um það að varan er húðvæn (e. skin-friendly) og inniheldur ekki skaðleg efni sem auðveldar ákvörðunartöku þegar kemur að því að velja.