Vörumerki |
---|
VNR:
Re-kk-bellana-schnee
10.900kr. – 16.900kr.
Hin sívinsælu Bellana Deluxe teygjulök frá þýska framleiðandanum Eberle eru nú fáanleg í fjölda lita fyrir allar stærðir rúma. Lökin eru úr einstaklega mjúkri og þægilegri makó-bómull og teygjuefni sem gerir þau enn þægilegri og tryggir að þau séu alltaf rennislétt á rúminu, þ.e. engar krumpur! Lökin eru húðvæn og auðvelda allar svefnhreyfingar. Passar á dýnur allt að 18-35 cm þykkar dýnur.
Ein af vinsælustu vörum Vogue fyrir heimilið.
Veldu þína stærð hér ⤵
Sannkölluð lúxuslök frá þýska framleiðandanum Eberle. Bellana Deluxe lökin eru gerð úr 95% makó-bómull og 5% elastane (teygjuefni) til að tryggja hámarksþægindi. Lökin smellpassa á allar stærðir rúma og eru alltaf rennislétt á rúminu þökk sé teygjuefni í sjálfu lakinu. Lökin eru 230 gr/m2 og koma í 24 litum svo allir ættu að hárrétt lak í sínum uppáhalds lit. Bellana Deluxe lökin eru húðvæn og auðveld í umhirðu en þau má þvo á 60°c og setja í þurrkara. Þetta eru hágæða lök sem endast vel og halda lögun sinni í lengri tíma. Lökin eru með OEKO-TEX® Standard 100 og MADE IN GREEN vottanir frá OEKE-TEX®. En OEKE-TEX® stimpillinn tryggir að viðskiptavinir geti verið fullvissir að varan sé húðvæn (e. skin-friendly) og innihaldi ekki skaðleg efni. Auðvelt val fyrir þau allra kröfuhörðustu.
Lökin eru fáanleg í öllum algengustu dýnustærðum:
Breidd: 90-120 cm, lengd: 200-220 cm, hæð/þykkt dýnu: 18-35 cm (t.d. 90×200, 90×210, 100×200 og 120×200)
Breidd: 140-160 cm, lengd: 200-220 cm, hæð/þykkt dýnu: 18-35 cm (t.d. 140×200, 140×210, 153×203, 160×200, 160×210)
Breidd: 180-200 cm, lengd: 200-220 cm, hæð/þykkt dýnu: 18-35 cm (t.d. 180×200, 180×210, 180×220, 183×213, 193×203, 200×200, 200×220)
Veldu þína stærð.
Ekki með notendanafn?
Búa til aðgangÞú gætir unnið gjafabréf
Við drögum reglulega út gjafabréf þar sem heppinn póstlistavinur fær 15.000kr gjafabréf í Vogue fyrir heimilið. Við gefum póstlistavinum okkar fregnir af nýjungum en einnig sérstök tilboð og foraðgang að ýmsum tilboðum.
Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er með því að smella á hlekk neðst í öllum okkar póstum. Þú finnur persónuverndarstefnu Vogue fyrir heimilið á vogue.is/personuvernd/ Þegar þú hefur smellt á skráningarhnappinn hér fyrir ofan gefur þú samþykki fyrir því að við megum nota þessar upplýsingar í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.