Vandað trébretti í stærðinni 30×15 cm frá belgíska framleiðandanum Cosy & Trendy. Brettið er úr einstaklega fallegum Acacia við og hentar sérstaklega vel undir smárétti, smurbrauð, osta og margt fleira.
Cosy & Trendy er belgískt fyrirtæki sem var stofnað árið 2006 og sérhæfir sig í framleiðslu á nútímalegum og stílhreinum lausnum fyrir heimili. Skemmtilegar og frumlegar gjafavörur leiða þar vörulínu þeirra.