Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.
MOOMIN – Diskur (19cm-TOGETHER)
4.190kr.
Sumarlína ársins 2021 hjá Moomin ber heitið Together og er myndefnið framhald af sumarleyfaþemanu sem hófst árið 2018, en teikningarnar byggja á myndasögunni ,,Moomin on the Riviera“ eftir Tove Jansson
Múmínfjölskyldan fer í frí á frönsku rivíerunni. Þar sem Snorkstelpan vinnur pening í spilavíti getur fjölskyldan látið fara vel um sig á lúxushóteli. Þegar peningurinn klárast er fjölskyldan rekin af hótelinu og neyðist til að
tileinka sér bóhemískan lífsstíl og finna sér næturstað undir bátnum sínum.
Múmínpabbi kynnisti auðugum aðalsmanni sem dreymir um líf sem fátækur listamaður. Þau bjóða honum að gista með þeim undir bátnum en hann fær þó fljótt leið á fyrirkomulaginu. Múmínálfarnir geta ekki búið
að eilífu undir bát svo þau ákveða að sigla aftur heim í Múmíndal.
Útgáfudagur: 25. maí 2021
Til á lager