SÉRLAUSNIR

Í húsnæði Vogue fyrir heimilið í Síðumúla 30 er ekki einungis að finna glæsilega verslun heldur búum við einnig yfir fullbúnu svamp og trésmíðaverkstæði sem og saumastofu. Í framleiðslunni starfar fjöldi starfsmanna með áratuga reynslu af saumaskap jafnt sem svamp og trésmíði.

Fyrst og fremst framleiðum við dýnur, rúmbotna og gardínur – en þar að auki sérframleiðum við meðal annars dýnur í skip, stuðningspúða af öllum stærðum og gerðum, leikskóladýnur og leikmottur, svamp fyrir bólstrara og ótal fleira.

Fjölbreytt framleiðsla

Við hjá Vogue fyrir heimilið og Lystadún Snæland höfum framleitt svampvörur í yfir 70 ár. Hjá okkur finnurðu mesta úrval af svampi á Íslandi ásamt þaulreyndum ráðgjöfum og svampskurðarmönnum sem aðstoða þig við að láta hugmyndirnar þínar verða að raunveruleika.

Við framleiðum heilsudýnur í öllum stærðum og gerðum hvort sem það er fyrir einstaklinga eða stofnanir. 
Barnadýnur yfirdýnur, skipadýnur, sjúkradýnur, dýnur í hjónarúm eða sérsniðnar dýnur í húsbílinn - við smíðum draumadýnuna fyrir þig.

Ber er dýna nema botn eigi segir gamla máltækið.
Við smíðum rúmbotna og rúmgafla eftir máli og getum þannig hjálpað þér að fullkomna svefnherbergið algerlega eftir þínu höfði.

Við framleiðum ýmis húsgögn eins og svefnsófa, skemla og kolla. 

Í áratugi höfum við starfað náið með sjúkraþjálfurum og heilbrigðisstarfsmönnum í hönnun og þróun á allskyns stuðningspúðum. Bakflæðispúðar, Coxitsessur, hnjápúðar og skápúðar eru brot af þeim púðum sem við bjóðum upp á en við getum einnig smíðað hverskyns púða eftir máli. 

Hesturinn Orri og Nenni stóllinn eru tvær af vinsælustu barnavörunum sem við framleiðum og þær má finna á ótal heimilum um allt land. Þess að auki framleiðum við allskyns leikkubba, leikmottur, skiptidýnur og leikskóladýnur.

Svampur

Einstakur efniviður

Í húsnæði okkar í Síðumúla 30 er stórt og fullbúið svampskurðarverkstæði þar sem við framleiðum fyrsta flokks heilsudýnur, og skerum svamp fyrir viðskiptavini okkar.

Við bjóðum upp á margar mismunandi tegundir af svampi, hver með sína eiginleika.

Ráðgjafar okkar búa yfir áratuga reynslu af því að aðstoða viðskiptavini okkar við val á svampi og útfærslu á hugmyndum þeirra.

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að fá ráðgjöf.

Heilsudýnur

Íslensk framleiðsla í efsta gæðaflokki

Svampdýnur, latexdýnur, pokagormadýnur – við framleiðum dýnur af öllum stærðum og gerðum. 

Í rúm 70 ár hefur Vogue og Lystadún Snæland framleitt fyrsta flokks heilsudýnur sérsniðnar að þörfum viðskiptavina. Vöruhönnuðir okkar hafa alla tíð fylgst grannt með framförum í dýnugerð út um allan heim sem og unnið náið með sjúkraþjálfurum og heilbrigðisstarfsfólki til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á allra hæstu gæði þegar kemur að því að kaupa nýja heilsudýnu.

Þar að auki höfum við unnið náið með sjávarútvegsfyrirtækjum og þróuðum til að mynda skipadýnuna Sædís sem tryggir sjómönnunum okkar góðri hvíld jafnvel í allra versta ólgusjó.

Einnig höfum við hannað vandaðar sjúkradýnur sem finna má í langflestum sjúkrarúmum á spítölum og sjúkrahótelum landsins.

Ekki má gleyma barnadýnunum og vöggudýnunum sem þúsundir íslendinga hafa sofið á allt frá ungaaldri og uppí unglingsárin.

Svo má ekki gleyma öllum sumarhúsa, tjaldvagna, fellihýsa og húsbíla dýnunum sem við höfum framleitt, sérsniðið og þróað í samstarfi við viðskiptavini okkar í gegnum árin.

Sérsmíði á heilsudýnum er okkar fag – hafðu samband við ráðgjafa okkar og láttu drauminn rætast.

Rúmbotnar og rúmgaflar

Til að fullkomna svefnherbergið

Samhliða svampskurði rekum við líka fullbúið trésmíðaverkstæði og saumastofu þar sem við framleiðum vandaða, bólstraða rúmbotna og rúmgafla úr fyrsta flokks hráefnum. 

Hægt er að velja úr tugum lita og áklæða, mismunandi rúmfætur og mörgum útfærslum af höfðagöflum.

Finnur þú ekki þína stærð á síðunni? Eða þarftu kannski að láta sérsmíða gafl sem passar til dæmis akkúrat undir súð?
Þá skaltu ekki hika við að hafa samband og við hjálpum þér að fullkomna svefnherbergið þitt.

Stuðningspúðar og sessur

Til að fari vel um þig

Stór og mikilvægur hluti af framleiðslunni okkar eru stuðningspúðar í allskyns stærðum og gerðum. Marga þeirra höfum við þróað í nánu samstarfi við sjúkraþjálfara, lækna og stofnanir eins og Sjúkratryggingar Íslands, en að auki höfum við smíðað óteljandi púða eftir hugarfóstri viðskiptavina okkar.

Púðar á bekki, bakflæðispúðar, hnjápúðar, sessur og sjúkrarúllur eru bara örfá dæmi um hvað við bjóðum upp á enda eru möguleikarnir nánast endalausir. 

Þarftu sérsniðinn bakflæðispúða? Eða sessur á forstofubekkinn? Heyrðu í okkur!

Barna og leikskólavörur

Allt sem má hnoðast í og á

Í gegnum árin höfum við smíðað svo ótrúlega margt skemmtilegt úr svampi sem má finna í barnaherbergjum og leikskólum út um allt land!

Rugguhestar, stólar, sófar, leikmottur, leikdýnur og leikkubbar – hérna ræður ýmindunaraflið ferðinni!

Þarf að endurnýja leikdýnurnar á leikskólanum þínum? Vantar þig leikkubba eða rugguhest fyrir ærslabelginn?
Hafðu samband og við búum til eitthvað skemmtilegt saman!

Leyfðu okkur að aðstoða

Ertu með spurningar um framleiðsluna okkar? Viltu óska eftir tilboði? Vantar þig ráðgjöf? Sendu okkur línu og ráðgjafi frá okkur aðstoðar þig við hvað sem liggur þér á hjarta.