• OPNUNARTÍMI: MÁN-FÖS 10-18  LAU 11-16
  • ALLT FYRIR HEIMILIÐ
  • S: (+354) 533 3500

Dýnudagar Vogue 2019 |

29.04.2019

Dýnudagar Vogue eru nú í fullum gangi, 20% afsláttur af öllum dýnum! Vogue fyrir heimilið býður upp á mikið úrval af sérsmíðum heilsurúmum í öllum stærðum og gerðum. Vogue notar eingöngu hágæða svampefni í framleiðslu á sínum rúmum. Þar að auki sérsmíðar Vogue dýnur eftir máli í barnarúm, kojur, húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi, sumarbústaði og margt margt fleira.

Nú býður Vogue 20% af öllum sérsmíðuðum dýnum!

 

Vogue fyrir heimilið hefur sérsmíðað íslenskar heilsudýnur í yfir 65 ár. Mediline heilsudýnurnar frá Vogue tóku um fjögur ár í þróun en að hönnun þeirra komu starfsfólk okkar, sjúkraþjálfarar og aðrir sérfræðingar. Við hjá Vogue vildum hanna dýnur sem uppfylla óskir flestra um góð heilsurúm. Til að verða við því var farin sú leið að hver heilsudýna er sérhönnuð fyrir hvern og einn.

Íslenskt hugvit og hönnun - Vogue fyrir heimilið

 

Grunnuppbyggingu Mediline heilsudýnanna má skipta í tvo flokka:

  • Medipocket: Sérhannað svæðaskipt pokagormakerfi með mismunandi stífleikum og svæðaskiptingu til að tryggja réttan stuðning.
  • Medicare: Sérhönnuð svæðaskipt heilsudýna sem samanstendur af lagskiptum svampi þar sem allir eiginleikar svamps eru nýttir. Í Medicare er burðarsvampi blandað saman við stuðningssvampi og svo er val um mismunandi yfirborðssvamp (þ.e., waterlilly svamp, supersoft kaldsvamp og celcius þrýstijöfnunarsvamp).

 

Til að fullkomna Mediline heilsudýnurnar kom Vogue líka með á markað Delux útgáfu þar sem sérstök yfirdýna var notuð til viðbótar ofan á sömu grunnuppbygginguna. Tilgangur yfirdýnunnar er að fá aukna mýkt og yfirborðsþægindi. Hægt er að velja um þrjár mismunandi yfirdýnur á Mediline heilsudýnurnar en þær eru Celcius þrýstijöfnunar yfirdýna, Supersoft yfirdýna og Waterlilly yfirdýna. Allar þessar yfirdýnur eru þeim eiginleikum gæddar að veita hámarksstuðning við álagssvæði ásamt því að veita góða yfirborðsmýkt. Celcius þrýstijöfnunar yfirdýnan hleypir viðkomandi lengra ofan í dýnuna og mótar sig vel að viðkomandi og gefur fullkominn stuðning. Supersoft og Waterlilly yfirdýnurnar eru úr mýkri efnum sem veita góða fjöðrun sem halda viðkomandi ofar í dýnunni auk þess að styðja fullkomlega vel við álagssvæði líkamans.


Mediline heilsudýnurnar eru sérhannaðr fyrir hvern og einn. Í hjónarúmi er val er um að hafa tvær ólíkar dýnur samsettar í dýnuverinu. Þannig er t.d. mögulegt að hafa eina heila heilsudýnu sem er mjúk vinstra megin og stíf hægra megin. Þetta tryggir það að hver og einn sé á dýnu sem hentar fullkomlega fyrir sig og sínar þarfir sem eykur hámarkshvíld og dregur stórlega úr þörfinni á að bylta sér. Lítil sem engin hreyfing berst á milli svefnsvæða. Þar að auki þrífast rykmaurar ekki í Mediline og eru dýnurnar 100% ofnæmisfríar. Allar hliðarnar á dýnunum eru sérstaklega styrktar með stífum kaldsteyptum svampi sem gefur aukinn stuðning og stækkar virkt svefnsvæði um 30% og eykur líftíma dýnanna.
Mediline heilsudýnurnar eru 7 svæðaskiptar en tilgangur þess er að vera með mismunandi stífleika til að tryggja réttan stuðning við álagssvæði og jafnframt auka líftíma dýnunnar. Áklæði dýnanna er einstaklega mjúkt og þægilegt viðkomu, slitsterkt og kemur í veg fyrir að sveppagró og rykmaurar þrífist í áklæðinu. Yfirdýnurnar eru áfastar (renndar) í sérhólfi sem býður uppá þann möguleika að auðvelt er að renna áklæðinu af og skipta um yfirdýnu án þess að það þurfi að skipta um allt rúmið sjálft. Kosturinn við þetta er einnig sá að yfirdýnan er alltaf undir mesta álaginu og eyðileggst alla jafna fyrst og þá er auðvelt að umbylta dýnunni með því einu að skipta um yfirdýnu. Gormakerfið í dýnunum er tvístyrkt, tvíhliða pokagormakerfi sem er gríðarlega sterkt svæðaskipt fjöðrunarkerfi sem styður betur við líkamann en venjulegt gormakerfi.  Í king size dýnu eru 1006 pokagormar. Dýnunum þarf aldrei að snúa við.

 


 
Komdu endilega við í verslun okkar og skoðaðu úrvalið af dýnum á dýnudögum Vogue og fáðu aðstoð við að velja réttu dýnuna fyrir þig. Við eigum ýmsar barnadýnur (bæði ferhyrntar og sporöskjulaga) í stöðluðum stærðum til á lager en svo er alltaf hægt að sérsníða dýnur eftir máli í hvaða rúm sem er.