Danska vörumerkið Södahl býður upp á mikið úrval af fallegum textílvörum fyrir heimilið, svo sem rúmföt, borðdúka, viskastykki, handklæði, púða, teppi og fleira. Tískustraumar og sjálfbærni fara saman hönd í hönd hjá Södahl, en flestar þeirra vörur eru Oeko-Tex® vottaðar ásamt því sem allar barnavörur eru með hina vistvænu GOTS vottun.
Garden Bloom Beige rúmfötin eru með Oeko-Tex Standard 100 vottun sem tryggir að rúmfötin innihalda engin skaðleg efni. Garden Bloom rúmfötin eru úr fyrsta flokks 100% bómullarsatín sem er alveg einstaklega mjúkt og þægilegt viðkomu. Rennilásinn á rúmfötunum er falinn til að auka þægindi. Rúmfötin eru með blómamynstri sem Södahl sótti innblástur í nútímaleg veggfóður.
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |