• OPNUNARTÍMI: MÁN-FÖS 10-18  LAU 11-14
  • ALLT FYRIR HEIMILIÐ
  • S: (+354) 533 3500

Violino Rafdrifinn hægindastóll Palermo Grár

191.120 kr 238.900 kr

Einstaklega þægilegur fyrsta flokks rafdrifinn Palermo hægindastóll frá Violino. Stóllinn er grár á litinn og er úr 100% leðri. Hægt er að hækka og lækka bak og fótaskemil ásamt því að það er hægt að stilla stuðning við mjóbakið og hækka og lækka efstu 20 cm á höfuðpúðanum. Á hlið stólsins er einnig USB tengi svo auðvelt er að stinga síma eða öðrum tækjum í hleðslu beint í stólinn. Þar að auki er smá rugga í stólnum en hún hverfur þegar búið er að hækka skemilinn. Málin á stólnum eru: B. 75 x D. 80 x H. 102 cm. Hæð frá gólfi upp í sessu er 50 cm.

  • Til á lager

Violino® var stofnað árið 1991 og er leiðandi fyrirtæki í bólstrun á hágæða húsgögnum, þá sérstaklega sófum og stólum. Violino framleiðir sjálft allan svamp sem notaður er í húsgögnin þeirra en allt timbur flytur Violino inn frá Argentínu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Fyrsta flokks tækjabúnaður er notaður við framleiðslu á öllum húsgögnum sem koma frá verksmiðju Violino í Kína. Violino leggur mikið upp úr því að framleiða hágæða, varanleg og sterkbyggð húsgögn úr slitsterku og góðu leðri. Nýlega hefur Violino hafið að framleiða armstóla og sófa úr einstaklega mjúkum velour (flauel) áklæðum í ótal mismunandi litum.