• OPNUNARTÍMI: MÁN-FÖS 10-18  LAU 11-16
  • ALLT FYRIR HEIMILIÐ
  • S: (+354) 533 3500

Mosi Ullarkoddi

12.990 kr

Ullarkoddinn Mosi er fylltur með fíngerðum og sértilgerðum ullarhnoðrum úr íslenskri ull. Hliðar rennilás á innri koddanum gerir það auðvelt að fjarlægja eða bæta við ullarhnoðrum í koddann til að finna réttu þykktina og aðlaga koddann eftir þínu höfði. Ytra ver koddans sem er fóðrað með ull, er með renndu leynihólfi þar sem hægt er að setja hita- eða kælipoka eða stuðning fyrir hálsinn til þæginda. Koddinn hefur því marga möguleika til að bæta svefn og vellíðan. Íslenska ullin er sérstök vegna þess hve vel hún andar og hversu hitastillandi hún er. Málin á koddanum eru 50 x 70 cm.

  • Til á lager

Mosi ullarkoddinn hentar einstaklega vel fyrir þá sem kjósa náttúrulegar og sjálfbærar vörur. Allar ullarvörurnar frá Lopa eru framleiddar á umhverfisvænan hátt með áherslu á lágt kolefnisspor. Koddinn sem og allar aðrar ullarvörur frá Lopa uppfyllir Oeko-Tex 100 umhverfisstaðalinn sem tryggir að koddinn inniheldur engin skaðleg efni.

Lopi er ullarvinnslufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða vörum úr íslenskri ull fyrir þá sem kjósa náttúrulegar, sjálfbærar og umhverfisvænar vörur. Fyrirtækið rekur ullarþvottastöð á Blönduósi og spuna- og bandverksmiðju í Mosfellsbæ. Ullarvinnslan í Mosfellsbæ hefur verið starfandi allt frá árinu 1896, áður undir nafninu Álafoss. Bændur, sem eiga 80% hlut í Lopa, tóku við starfsemi Álafoss árið 1991.

Lopi kaupir alla ull beint frá bændum en félagið þvær og meðhöndlar um 99% af allri íslenskri ull. Þvegin íslensk ull frá Blönduósi er öll vottuð með Oeko-Tex 100 staðli sem tryggir að hún innihaldi engin skaðleg efni. 

Tæknilegar Upplýsingar:

Stærð 50 x 70
Heildarþyngd 0,9 kg
Þyngd fyllingar 0,7 kg
Fylling 100% Íslensk ull
Áklæði 100% Bómull
Ætluð fyrir 3 ára og eldri

Ytra byrði koddans má þvo í vél á 40°C á sérstöku ullarprógrami eða á stillingu fyrir viðkvæman þvott. Gott er að hrista koddann reglulega og viðra hann.