• OPNUNARTÍMI: MÁN-FÖS 10-18  LAU 11-16
  • ALLT FYRIR HEIMILIÐ
  • S: (+354) 533 3500

JAX Handverk Borðstofuborð Lata Lísa

790.000 kr

JAX Handverk borðstofuborðin eru unnin fyrir og í samvinnu við Vogue fyrir heimilið.

  • Uppselt

LATA LÍSA 10–12 manna, 180 cm í þvermál

Borðplatan er úr innfluttri, gegnheilli eik sem hefur verið meðhöndluð sérstaklega fyrir hvert einstakt borð.

Áferð plötunnar er frekar gróf. Opnir kvistir og grófar æðar gefa borðinu mikið líf og mikla sérstöðu. Borðinu fylgir „Lata Lísa“ (Lazy Susan), snúningsplata í miðjunni sem eykur á stemmingu þegar margir sitja við borðið. Auðvelt er að taka Lötu Lindu af borðinu þegar það á við.

Borðið fær sex umferðir af „gamaldags“ viðarolíu. Það fær að þorna á milli umferða og er meðhöndlað með fínum sandpappír. Þannig verður viðurinn mettur og reiðubúinn til að takast á við fjölskyldulíf á nýju, fallegu heimili.