• OPIÐ 10-18 VIRKA D. 11-16 LAUGARD.
  • ÚTSALAN Á FULLU! 20 - 50% AFSLÁTTUR!
  • S: (+354) 533 3500

Het Anker Zipper Sófi

470.400 kr 588.000 kr

Zipper sófinn úr nýjustu línu Het Anker er 3,5 sæta leðursófi úr hágæða afrísku leðri. Leðrið er sérstaklega slitsterkt en er á sama tíma mjúkt og þægilegt viðkomu. Rennilásinn að framanverðum örmunum setur fallegan og nútímalegan svip á sófann. Lappirnar undir sófanum eru nettar og stílhreinar svarthúðaðar stál lappir. Málin á sófanum eru: B. 222 x D. 96 x H. 81 cm. Sófinn er einnig fáanlegur með dökku áklæði.

  • Uppselt

Húsgagnaframleiðandinn Het Anker er öflugt og rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á handsmíðuðum sófum og stólum með hágæða leðuráklæði. Het Anker var stofnað árið 1928 og hefur því framleitt húsgögn í yfir 90 ár og vaxið mikið í gegnum árin og orðinn leiðandi í húsgagnaframleiðslu í Evrópu, einkum í Belgíu, Hollandi og Luxemborg. Í dag framleiðir Het Anker húsgögn til viðskiptavina í yfir 35 löndum víðsvegar um allan heim. Mikið úrval húsgagna, þá sérstaklega sófa og stóla, gerir það að verkum að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Het Anker notast eingöngu við hágæða hráefni eins og hágæða ítalskt leður og fyrsta flokks efnablöndur frá evrópskum framleiðendum til að tryggja hámarks gæði. Allar vörurnar frá Het Anker eru framleiddar í Hollandi.

Allar fyrirspurnir varðandi Het Anker og vörur þeirra skal senda á vogue@vogue.is