• OPNUNARTÍMI: MÁN-FÖS 10-18  LAU 11-16
  • ALLT FYRIR HEIMILIÐ
  • S: (+354) 533 3500

Álbrautir KS

Klick System (KS) álbrautirnar frá Forest Group eru einstaklega stílhreinar og fyrirferðalitlar og henta vel fyrir allar tegundir gluggatjalda. Allt frá léttum voile efnum í þyngri myrkvunarefni. Álbrautirnar eru auðveldar í uppsetningu með tilkomu Smart Klick kerfisins og er hægt að festa þær bæði á veggi og í loft. Álbrautirnar eru fáanlegar bæði hvítar og svartar. Við sérsníðum brautirnar eftir þínum málum.

  • Sérpöntun

Vogue fyrir heimilið sérsníðir gardínubrautir eftir þínum málum. Hægt er að hafa álbrautirnar frá Forest Group alveg beinar (t.d. vegg í vegg) eða með beygjum og sveigjum eftir því hvað hentar best hverju sinni. Hægt er að panta mælingu og/eða uppsetningu frá sérfræðingum okkar gegn vægu gjaldi.

  • Álbrautirnar eru fáanlegar bæði hvítar og svartar (með samsvarandi íhlutum)
  • Álbrautirnar eru sveigjanlegar með 10 cm (4") radíus eða álíðandi sveigju. Þar af leiðandi henta brautirnar vel fyrir allar tegundir glugga.
  • Hægt er að festa álbrautirnar á bæði veggi og í loft með einföldum hætti
  • Hámarks þyngd sem hver álbraut þolir er 8 kg á hvern metra
  • Afhendingartími á sérsniðnum álbrautum er allt að þrjár vikur (með fyrirvara um breytingar)
  • Álbrautirnar vega 150g per meter og eru 20 mm (0,8") á breidd og 14 mm (0,6") á hæð (sjá mynd). Þær eru því léttar en sterkar.

 

Endilega hafðu samband við okkur á vogue@vogue.is eða renndu við hjá okkur í Síðumúla 30 ef þú ert með einhverjar fyrirspurnir varðandi gardínubrautirnar okkar og sérfræðingar okkar svara þér eftir bestu getu.