Fatboy er þekktast fyrir stóru grjónapúðana og við höfum selt mikið magn af þeim gegnum árin, en Fatboy framleiðir einnig gríðarlega vinsæl hengirúm og fleiri útfærslur af púðum. Vörurnar hafa mikið notagildi og eru afar endingargóðar. Þær eru litríkar en eitt af aðal markmiðum Fatboy er að fá fólk til þess að brosa og líða vel.