• OPIÐ 10-18 VIRKA D. 11-16 LAUGARD.
  • SENDUM FRÍTT ÞEGAR KEYPT ER FYRIR 15.000 KR EÐA MEIRA Í VEFVERSLUN!
  • S: (+354) 533 3500

 

Stiklur úr sögu Vogue „fyrir heimilið“

 

Vogue allt til sauma var stofnað í mars 1952 af hjónunum Hólmfríður Eyjólfsdóttir og Jón Einarsson, tilgangur var að reka textilverslun og saumastofu. Jón var atkvæðamikill í viðskiptalífi landsins á þessum tíma, einn af forsprökkum K.R.O.N., stofnandi ORKU,Tryggingar hf og forstjóri beggja félaganna. Á tímum innflutningshafta voru vefnaðarvöruverslanir tískuverslanir þess tíma og kjörorð Vogue var „Allt til sauma“. Í fyrstu var höfuðáhersla lögð á þjónustu við hverskyns heimasaum, en auk þess var veitt þjónustu við útsaum í blússur, hnappar yfirdekktir, búin til belti og efni plíseruð.

Vogue hefur verið rekið á nokkrum stöðum á landsbyggðinni, á Akureyri, Selfossi og í Keflavík. Nokkur fjöldi verslana hefur verið rekinn á ýmsum stöðum í gegnum tíðina á höfuðborgarsvæðinu, en flestar voru verslanirnar sex auk heildverslunar. Fyrsta verslunina var til húsa að Bergstaðarstræti 28 og voru starfsmenn fyrirtækisins 4, en þegar fyrirtækið var stærst þá voru yfir fjörtíu starfsmenn starfandi, en það var við lok níunda áratugar seinustu aldar. Árið 1954 var verslunin flutt á Skólavörðustíg 12, 1960 var opnuð verslun í Hafnarfirði, 1962 var opnuð verslun á Laugavegi 11, 1966 var opnuð verslun á Háleitisbraut og verslunin Gimli yfirtekin og sameinuð rekstri Vogue. Langt mál væri að fara yfir allar staðsetningar verslana Vogue á seinustu 62 árum, en aðalverlsnir Vogue vogur á Skólavörustíg, Kringlunni og svo Skeifunni. Eftir sameiningu við Lystadún-Snæland og Marco fluttist verslunin í Mörkina og svo í Síðumúla 30 þar sem hún er nú hluti af Vogue fyrir heimilið.

Jón Einarsson lést árið 1968, en Hólmfríður hélt rekstri fyrirtækisins áfram auk barna þeirra Jóns; Eyjólfs, Bjargar, Magnúsar og Einars. Magnús tók við sem framkvæmdastjóri félagsins að föður sínum látnum og síðar Eyjólfur.

Pétur Snæland hf var stofnað árið 1949 af Pétri V. Snæland og konu hans Ágústu P. Snæland. Upphaflegt verksvið fyrirtækisins var verktakastarfsemi þ.e. útgerð á trukkum, jarðýtum, kranabílum osfr. og var fyrirtækið stórtækt á sínu sviði með 50-60 starfsmenn þegar mest var.

Árið 1950 var gangsett verksmiðja til framleiðslu á ýmsum vörum úr latexsvampi. Þessi verksmiðja var ein af fyrstu latexsvamp-verksmiðjum í Evrópu. Helstu framleiðsluvörur voru rúmdýnur og hráefni til bólstrunar á húsgögnum. Þar við bættist síðan framleiðsla á leikföngum, vinnuhönskum úr gúmmíi og blöðrum.

 

Lystadún Latex - Reykjavík 1965. Latexi hellt í mótin Lystadún - Reykjavík 1965.
Ljósmyndari: Ólafur K. Magnússon   Ljósmyndari: Ólafur K. Magnússon
Latex - Gúmmísvampi hellt í mótin Lystadún latex framleiðsla - Reykjavík 1965. Lystadún - Reykjavík 1965.
  Ljósmyndari: Ólafur K. Magnússon Ljósmyndari: Ólafur K. Magnússon

 

Samhliða Latexframleiðslunni var rekin saumastofa og stórt þjónustuverkstæði til úrvinnslu á svampi og framleiðslu á rúmum og rúmdýnum.

Árið 1967 var framleiðslu á Latexvörum hætt vegna mjög hækkaðs heimsmarkaðsverðs á hrálatexi, en í staðinn var opnuð fyrsta polyuretan svampverksmiðja á Íslandi. Þar voru framleiddar margar gerðir af bólstrunar- og dýnusvampi sem notaður var af flestum húsganaverkstæðum á Íslandi.

Svampframleiðslan var í rekstri til ársins 2000, en þá hafði innflutningur á tilbúnum húsgögnum og rúmdýnum þrengt svo að rekstrarumhverfi húsgagnaiðnaðarins á landinu að sárafáir framleiðendur voru eftir. Þá tók innflutningur á svampi frá Danska svampframleiðandanum Carpenter við og er en í dag okkar aðal svampbirgi.

Samhliða svampframleiðslunni voru reknar verslanir í Síðumúla 34 og Skeifunni 8 þar sem framleiðsluvörur fyrirtækisins þ.e. svefnsófar, raðsófar, heilsurúm og heilsudýnur voru seldar auk heilsurúma frá Svissneska fyrirtækinu Lattoflex.

Lystadún er stofnað árið 1956 af fyrirtækinu Halldóri Jónssyni hf .

Grunnrekstur fyrirtækisins var úrvinnsla og sala á svampi bæði til húsgagnaframleiðenda, húsgagnaverslana og almennings. Upphaflega var fluttur in polyuretansvampur frá danska framleiðandanum Lysthager en síðar var skipt yfir til enska fyrirtækisins Dunlopillo sem bæði framleiddi plastsvamp og latexvörur þ.e. heilsudýnur og kodda.

Síðar varð Lystadún stærsti einstaki viðskiptavinur Péturs Snæland hf þegar Lystadún hóf að kaupa óunnar svampblokkir frá P.Snæland hf.

Fljótlega eftir inngöngu Íslands í EFTA 1970, fór að bera á rekstraörðugleikum í húsgagnaiðnaðinum sem endaði með sí minnkandi sölu á svampi til þeirra.

Til að bregðast við þessum breytingum á markaðnum var tekin ákvörðun í október 1991 að sameina Lystadún og Péturs Snæland hf og úr varð Lystadún Snæland ehf.

 

Halldór Snæland sker til svamp í dýnu. Halldór Snæland sker til svamp í barnadýnu. Halldór Snæland í svampskurði.
Lystadún - Reykjavík 1965. Lystadún - Reykjavík 1965. Ljósmyndari: Ólafur K. Magnússon

 

Árið 2001 kaupir Lystadún-Snæland ehf. nú Vogue fyrir heimilið Marco húsgögn en það fyrirtæki sérhæfði sig í Amerískum húsgögnum. Árið 2011 kaupir Vogue svo S.Ármann Magnússon en það félag sérhæfði sig í textíl.

Árið 2002 kaupir Valdimar Grímsson og Grímur Valdimarsson reksturinn og nokkru seinna kaupir Valdimar Grím út úr rekstrinum. Valdimar Grímsson er Rekstartæknifræðingur og hefur alla tíð frá kaupum verið virkur stjórnandi í félaginu.

Vogue, Snæland, Lystadún og Marco eru allt gömul félög með mikil viðskiptasambönd og hefur Vogue fyrir heimilið haft það að markmiði að sinna öllum sínum viðskiptavinum eftir bestu getu. Fyrirtækið starfar á smásölumarkaði sem og fyrirtækjamarkaði, þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru í reglubundnum viðskiptum, hvort heldur sem er gluggatjöld, dýnur eða húsgögn fyrir sjúkrahús, hótel, veitingastaði eða skrifstofur. Þá erum við einnig stórir í rekstrarvöru til hótela ásamt því að vera í góðri samvinnu við flesta arkitekta landsins.

Því skal þó haldið til haga að öll sérstaða sem félögin höfðu myndað sér í framleiðslu er að mestu viðhaldið enn í dag. Við rekum enn okkar eigin saumastofu þar sem gluggatjöld og dýnuver eru saumuð, erum með svampskurð fyrir bólstrara jafnt sem aðra. Þá höfum við þróað frábærar heilsudýnur  en þar má helst nefna Sædísi (dýnu sjómannsins) og Mediline línuna sem gengur út á það að sérhanna dýnu fyrir hvern og einn. Klæðskera sniðinn lausn á viðráðanlegu verði.

Í dag er Vogue fyrir heimilið í 4000 fm húsnæði í Síðumúla 30 þar sem framleiðsla, lager og glæsileg 1440 fm verlsun eru til húsa. Vöruframboð Vogue eru fata- og áklæðisefni, gluggatjöld, svampur, heilsurúm, gjafavara og mikið úrval húsgagna. Þá rekur Vogue útibú á Akureyri í Hofsbót 4.

Eftir að Valdimar tók við rekstri félagsins þá hafa sumir fyrrverandi eigenda og niðjar Vogue, Lystadún-Snælands og S. Ármann Magnússonar haldið áfram störfum við fyrirtækið, sem verður að teljast fátítt við slíkar sameiningar en hefur reynst farsælt, auk þess að starfsmannavelta fyrirtækjanna hefur verið mjög lág í gegnum áratugina. Í dag eru 28 starfsmenn hjá félaginu og meðalstarfsaldur yfir 13 ár. Mikið er lagt upp úr félagslífi og hjá okkur er virkt starfsmannafélag. Því grunnurinn að góðum rekstri er starfsfólkið.

Til að viðhalda rekstri áratugum saman, er nauðsynlegt að reksturinn taki breytingum og lagi sig að breyttum tíðaranda. Okkar nýjasta útspil er glæsileg ný stórverslun í Síðumúla 30 sem rekin er undir kjörorðinu „Vogue Allt fyrir heimilið“.