Gleðilegan konudag 25. febrúar

„Á bak við hverja frábæra konu … er önnur frábær kona“
Kate Hodges

Fyrsti dagur góu í gamla norræna tímatalinu er sunnudagurinn í 18. viku vetrar (sem er milli 18. og 25. febrúar). Góan færir með sér vaxandi birtu og vorinnganginn. Það er kannski þessvegna sem bændur og eiginmenn heiðruðu húsfreyjur sínar á þessum degi. Dagurinn er enn tileinkankaður konum landsins; konudagur.

Í ár kemur konudagurinn upp 25. febrúar.

Mörg nýta tækifærið og gera vel við konuna í lífi sínu þennan dag. Stundum í verki og orði en stundum með gjöf. Því langar okkur að gefa ykkur nokkrar góðar hugmyndir að fallegri gjöf fyrir ykkar uppáhalds konur.