Hvaða svamp á ég að nota til að bólstra með?
Rétta svamptegund velur maður með tilliti til þess hvernig á að nota hann þ.e. eðlisþungur svampur þar sem búast má við áníðslu, en léttari svampur þar sem álag verður minna. Í hverjum eðlisþyngdarflokki eru til margir stífleikar en stífleikinn einn og sér segir ekkert til um endingu eða eðlisþyngd svampsins því til er ofurmjúkur þungur svampur og mjög stífur léttur svampur. Alla svamppúða er hægt að sníða samkvæmt máli eða sniði. Algengt er t.d. að sníða bök í sófa með fláa þ.e. þykkari að neðan en að ofan o.s.frv. Athugið að þykkt á setu getur haft áhrif á sethæð við borð. Ef hugmyndin er eingöngu að mýkja sætið er 40 kg stífur svampur ákjósanlegur. Ef setan á að vera þunn eða notast til upphækkunar er 50 kg stífur svampur betri.
- Setur í skrifborðsstóla: 50 kg stífur Algengar þykktir 2–6 cm
- Góður svampur í sófasetur er 36 kg meðalmjúkur. Algengar þykktir 8–15 cm. Ef setan er frekar þunn og hún notast á harðan botn má nota 40 kg stífan svamp t.d. 4–8 cm
- Góður svampur í sófabök er t.d. 32 kg meðalmjúkur eða 52 kg. Algengar þykktir 6–12 cm. Ef bakpúðinn á að vera vel mjúkur, má notast við 22 kg mjúkan eða 40 kg mjúkan svamp
- Góður svampur í vöggudýnur og dýnur í rimlarúm er 22 kg mjúkur. Algengar þykktir 6– 8 cm
WATERLILY – Yfirdýna
WATERLILY – Yfirdýna
WATERLILY – Yfirdýna
WATERLILY – Yfirdýna
Dýnur í ferðabíla og tjaldvagna
Við getum skorið slíkar dýnur samkvæmt sniðum eða máli. Algengar þykktir á dýnum í ferðabíla og tjaldvagna eru frá 10–15 cm. Algengur svampur er 32 kg meðalmjúkur eða lagskiptar t.d. 5 cm af 22 kg mjúkur á svefnfleti og 7 cm 32 kg meðalmjúkur undir sem burðarlag. Samtals 12 cm þykkt.
Lagskiptar dýnur eru til í öllum þykktum og eru góður kostur þegar þykkt dýnanna er komin yfir 10 cm.
Athugið að of mikil þykkt á dýnunum getur haft áhrif á það í sumum tjaldvögnum hvort hann nái að lokast rétt.
WATERLILY – Yfirdýna
WATERLILY – Yfirdýna
WATERLILY – Yfirdýna
WATERLILY – Yfirdýna
Hvernig rúmdýnu á ég að kaupa?
- Hvar og hve mikið er rúmið / dýnan notuð? Er dýnan á fjaðrandi botni eða stífum?
- Er rúmbotnin stillanlegur? Á stífleiki að vera svæðaskiptur eða ekki? Þarf að taka tillit til einhverra líkamlegra kvilla?
- Þetta eru grundvallarspurningar, því ef ráðleggja á um dýnukaup á trúverðugan hátt, skiptir staðsetning og notkun dýnunnar meginmáli.
Á hverri nóttu í heimahúsi:
Fyrir barn
Hve gamalt er barnið? Hve stórt er rúmið? Hve lengi mun barnið nota dýnuna áður en skipt er yfir í stærra rúm? Ef rúmið er t.d. rimlarúm af lengdinni 115–140 cm er notuð 8 cm svampdýna. En ef barnið er ungt og er að fara í rúm t.d 170–200 cm langt er gott að nota lagskipta svampdýnu 12– 15 cm þykka.
Fyrir ungling
Hve stórt er rúmið? Er mikið setið á því eða eingöngu sofið? Lagskipt svampdýna 15–20 cm.
Tillögur:
Sóldís 20 lagskipt dýna úr kaldsvampi - Glódís svæðaskipt pokagormadýna - Corinna gormadýna
Fyrir fullvaxna
Hve breitt er rúmið? Er ein heil dýna eða tvær? Er um einhver stoðkerfisvandamál að ræða t.d. gigt, vandamál í baki, öxlum eða mjöðmum.
Tillögur:
Náttúru-/umhverfisvænt Latex
Hafdís 18 cm – hreint náttúrulatex - svæðaskipt - tveir stífleikar í boði
Hafdís 20 cm - umhverfisvænt latex - svæðaskipt - tveir stífleikar í boði
Pokagormadýnur svæðaskiptar
Glódís 20 cm svæðaskiptar pokagormadýnur - tveir stífleikar í boði
Glódís 26 cm svæðaskiptar pokagormadýnur með yfirdýnu - sex stífleikar í boði
Kaldsvampur umhverfisvænn umbreytanlegur stífleiki og svæðaskipting
Sóldís 20 – tveir stífleikar í boði
Sóldís 26 – sex stífleikar í boði
Lagskiptar dýnur umhverfisvænar - umbreytanlegur stífleiki og svæðaskipting
Lagskipt 12 – tveir stífleikar í boði
Lagskipt 15 – tveir stífleikar í boði
Lagskipt 18 – tveir stífleikar í boði