Svampur

 

Inngangur

Vogue fyrir heimilið samanstendur í grunninn af svampvinnslufyrirtækjunum Lystadún, Pétri Snæland, húsgagna- og rúmaversluninni  Marco og vefnaðarvörufyrirtækinu Vogue.  Svampvinnsla fyrirtækisins stendur því sterkum fótum enda á hún sér 65 ára sögu sem hefst  árið 1949. Allan þennan tíma hafa þessi fyrirtæki þjónustað húsgagnaiðnaðinn, hótelgeirann, sjúkrahús og heilsustofnanir, sjávarúveginn, heimilin osfrv.

 

Svampgerðir

Svampur er til af mörgum gerðum en sú svampgerð sem mest er notuð til dýnugerðar og húsgagnabólstrunar er polyuretansvampur. Gæði hans markast af eðlisþyngd hans (kg/m3) .

Því meiri sem eðlisþyngdin er, þeim mun lengur endist hann og því betri verður fjöðrunin. Svampinn velur maður með tilliti til þess hvernig á að nota hann . Þ.e. eðlisþungan svamp þar sem  búast má við áníðslu, en léttan svamp þar sem notkun og álag verður minna.  Stífleiki skiptir líka máli því almennt séð endist mjúkur svampur skemur en stífur.

Ath að stífleiki einn og sér segir ekkert til um gæði hans.

Á eftirfarandi listi má sjá þær svampgerðir sem framleiðsludeild Vogue fyrir heimilið geymir á lager hverju sinni auk þess sem algengt notkunarsvið hverrar gerðar er tiltekið. Úrvalið getur breyttst með stuttum fyrirvara þegar eldri gerðir svamps víkja fyrir nýjum.

Vörunr. Skýring Vöruheiti Notkun
7020-115: 20 kg Stífur RP20 – 115
7022-075: 22 kg Mjúkur RP22 – 080
7022-125: 22 kg Svartur RP22 – 125
7032-130: 32 kg Mjúkur HR32 – 130
7035-175: 35 kg Stífur RP35 – 175
7038-150: 38 kg Mjúkur HR38 – 150
7040-080: 40 kg Super Soft HR40 – 080
7050-270: 50 kg stífur HR50 – 270
7045-050: Celsius VE45 – 050
7140-400: Frostex VB140
7040-110: 40 kg Mjúkur HR40 – 110

RP = hefðbundinn svampur til bólstrunar, HR = (high resilience) kaldsvampur – mjög fjaðrandi – eldtefjandi,  VE = þrýstijöfnunarsvampur – (memory foam),

VB = endurunninn svampur – mjög eðlisþungur og stífur.

Sérvinnsla

Stundum hagar þannig til að staðlaðar lausnir á sófum og dýnum passa ekki  eða henta ekki í tiltekið rými. Þá getur framleiðsludeild okkar komið til hjálpar með ráðgjöf og framleiðslu á svamphúsgögnum, dýnum og púðum eftir teikningum og sniðum. Fyrirtækið lagerheldur mikið úrval leðurlíkis og áklæða auk þess sem hægt er að sérpanta áklæði ef með þarf.

Dæmi um sérvinnslu eru dýnur í tjaldvagna og húsbíla, dýnur í skip og báta, dýnur og púðar í sumarhús, leikföng og dýnur í leikskóla og skóla osfrv.

Erró svampkubbar sérvinnsla fyrir Listasafn íslands

Hvíldardýnur, stólar og leikföng fyrir leikskóla og heimili