Svefnsófar

Í þessum flokki erum við bæði með innflutta sófa frá Gamamobel og svefnsófa sem eru hannaðir og framleiddir af okkur.

Innfluttu sófarnir koma í mörgum litum og einnig sem tungusófi. Þeir opnast með einu handtaki og innihalda mjög góða svampdýnu.

Boston Svefnsófi / Loki svefnstóll – íslensk hönnnun.

Hönnunin er glæsileg og fjölbreytt, form og litir margvíslegir. stærðirnar eru mismunandi svo auðvelt er að fá svefnsófa eða svefnstól sem hentar vel í allar stærðir herbergja.  

 Íslensku svefnsófarnir og svefnstólarnir okkar eru góðir daga sem nætur.

Svefnsófinn / svefnstóllinn er tilvalinn í unglingaherbergið, gestaherbergið eða í sjónvarpshornið, og unglingarnir/ gestir kunna vel að meta þægindin af því að hafa bæði rúm/sófa eða svefnstól til umráða.

Svefnsófarnir og svefnstólarnir okkar hafa verið inni á heimilum landsmanna í áratugi.

Hannaðu þinn eigin svefnsófa / svefnstól. 

Við hjá Vogue fyrir heimilið getum sérsniðið svefnsófann / svefnstólinn þinn – eftir máli sem hentar þínu rými.

Við bjóðum upp á mikið úrval efna sem hægt er að velja sem áklæði *veldu áklæði á Svefnsófann / svefnsófann þinn, með sölumanni.

Þeir eru sannkölluð híbýlaprýði og þægilegir að sofa á.

Íslensk hönnun – íslensk framleiðsla.