Mediline stuðningspúðar

Framleiðsludeild Vogue fyrir heimilið framleiðir margar gerðir af stuðningspúðum bæði fyrir heilbrigðisstofnanir og einstaklinga. Sem dæmi um  staðlaða stuðningspúða má nefna eftirfarandi gerðir :

  • Coxit upphækkunarsetur sem notaðir eru eftir mjaðmaliðaaðgerðir
  • Bakflæðipúða
  • Skápúða fyrir hjarta- og astmasjúklinga
  • Skápúða undir kodda til að hækka undir höfuð
  • Skápúða við höfðalag til að auðvelda fólki að vinna í tölvu eða lesa bækur í rúmi
  • Skásessur í stóla og bílsæti til að hækka setu undir mjaðmir
  • Bakstuðningspúðar til veita betri stuðning við mjóbak
  • Sívalningar til að styðja undir bak eða hné
  • Hnjápúðar til að styðja við fætur og leggi til að ná fram betri slökun í mjóbaki
  • Sérunnir stuðningspúða skv. teikningum og sniðum fyrir heilbrigðisstofnanir