Heilsurúm og höfðagaflar

Alla dreymir um að eiga gott rúm. En hvernig er þitt heilsurúm?

Við notum eingöngu umhverfisvottuð hráefni og sérsníðum öll rúm eftir máli, Engeyjar og Viðeyjar rúmin okkar eru Íslensk hönnun og hugvit, og eru rúmin öll framleidd á íslandi.

Engey Rúm

Er einstök hönnun á glæsilegu rúmi eftir Halldór Snæland. Lagt er upp með stílhreina áferð á áklæðisrúmi og hægt er að velja um 20 liti, með eða án höfðagafls, tvær mismunandi útgáfur af löppum í mismunandi útfærslum.  Hægt er að velja áklæði á botn og höfðagafl með sölumanni.

Mikið er lagt upp úr grunnsmíðinni, þar sem gæði ráða för. T.d er MDF valið í botnasmiðina frekar en Fura því furan er glúpur viður og býður upp á margvíslega vandamál. MDF er dautt efni og heldur alltaf uppruna sínum. Þá er allur frágangur með umhverfisvottuðum efnum.
Engey rúmin eru fáanleg hvort heldur sem er sem rafmagnsrúm eða box rúm (Skandinavísk rúm)

Viðey Rúm

Lagt er upp með stílhreina áferð með PVC leðri, með eða án höfðagafls og tvær mismunandi útgáfur af löppum í mismunandi útfærslum. Hægt er að velja úr 20 litum í PVC leðri á rúmbotn og höfðagafl með sölumanni.
Viðey rúmin eru fáanleg hvort heldur sem er sem rafmagnsrúm eða box rúm (Skandinavísk rúm)