Heilsudýnur


Heilsurúm og höfðagaflar


Stillanleg rúm


Svampdýnur


Yfirdýnur


Sædís


Heilsudýnur og heilsurúm

Til að sofa vel þarf  hver einstaklingur að sofa á góðri dýnu sem hentar hans þörfum en þær  geta verið mjög ólíkar eftir mönnum því engir tveir einstaklingar eru eins. Munurinn lýsir sér í t.d.

  • Þyngd
  • Hæð
  • Axlabreidd
  • Mjaðmabreidd
  • Kvillum t.d. brjósklosi, gigt ofl.

Þetta er ástæðan fyrir því að úrval okkar á heilsudýnum er mjög mikið, auk þess sem við leggjum áherslu á að hægt sé að breyta stífleika dýnanna eftir afhendingu og að áklæði megi renna af og þvo. Viðskiptavinur getur valið um að hafa einn dýnukjarna eða tvo í tvíbreiðri dýnu. Kosturinn við að nota tvo dýnukjarna í tvíbreiðri dýnu eru t.d. þeir að hægt er að nota tvo mismunandi stífa dýnukjarna fyrir tvo einstaklinga með ólíkar þarfir  í sömu dýnunni.

Flestar heilsudýnur okkar eru sérframleiddar fyrir viðskiptavini eftir heimsókn í verslun okkar.

Til þess að auðvelda viðskiptavinum valið á réttri heilsudýnu er sjúkraþjálfari í versluninni alla fimmtudaga kl. 16 – 18. Auk þess er sérþjálfað starfsfólk með áralanga reynslu af dýnuráðgjöf til aðstoðar við viðskiptavini alla daga.

Staðlaðar heilsudýnur : 80-90-100-120-140-160-180 x 200,  153×203, 180×210, 193×203

Áklæði á öllum stöðluðum dýnum má renna af og þvo við 30°C eða hreinsa.  

Allar heilsudýnur sem við framleiðum er hægt að fá skv. máli.