Sérlausnir

Hallandi gluggar

Oft geta komið upp vandamál þegar velja á gardínur í hallandi- og bogaglugga. Fyrir eftirfarandi glugga býður Vogue upp á plíseraðargardínur, strimlabrautir,  tau, ál- og trérimlar. Endilega leitið ráða til sölufulltrúa Vogue og saman finnum við góða lausn.

Þakgluggar

Fyrir þakglugga eru plíseraðargardínur algengusta lausnin sem við bjóðum upp á. Bæði er hægt að fá gardínurnar með efni sem hleypa inn birtu eða sem myrkvun.

 

Hljóðdúkar

Leitið upplýsinga hjá sölufulltrúum Vogue.

 

Heilbrigðislausnir

Vogue býður upp á vefnaðarvörur frá Sotexpro sem er franskur framleiðandi sem sérhæfir sig í vefnaðarvörum fyrir sjúkrahús og stofnanir.  Vörurnar frá þeim hafa allar þær vottanir sem gerðar eru af heilbrigðisgeiranum. Efnin þeirra eru eldtefjandi og lífvirk efni varna því að örverur myndist í efnunum sem geta leitt til sýkinga og ólyktar. Lífvikru efnin er ekki hægt að þvo úr þannig að styrkur efnanna, eiginleikar og ending þess er því varanleg. Auk þess hafa efnin ekki ertandi áhrif á húð. Efnin er hægt að fá í mörgum litum.

Til að aðskilja sjúkrarúm og rými eru notaðar brautir sem eru hannaðar með hreinlæti í huga og þarfnast þær ekki smurningar. Brautirnar eru hvíthúðaðar og eru úr áli. Brautirnar og efnin eru eins og aðrar vörur hjá Vogue sérhannaðar eftir málum.