Rimlatjöld

Hjá Vogue fyrir heimilið eru fáanlegir álrimlar í tveimur breiddum: 25mm og 50mm. Einnig bjóðum við upp á viðarrimla þar sem breiddin er 50mm. Þegar um er að ræða 50mm rimlatjöld er hægt að fá sambland af hvoru tveggja.

Helsti kosturinn við rimlatjöld er sá að það er hægt að ráða magni þess ljóss sem þau hleypa inn hverju sinni.

Álrimlar 25mm og 50mm

Álrimlagardínur er smíðaðar eins og aðrar vörur hjá okkur eftir málum. Breidd rimla er 25mm og 50mm. Þykkt rimlanna er 2,1mm og er það þykkara en gengur og gerist í fjöldaframleiddum gardínum. Litur álrimla er rafgljábrenndur sem gefur sérstaka fallega áferð og endingagóða. Þykkt álrimla 2,1 mm er þykkara en gengur og gerist í fjöldaframleiddum gardínum. Bönd og stigar eru sterkir og eru úr 100% polyester. Hægt er að velja nokkra liti og hefur litasval ekki áhrif á verð. Álgardínur eru einnig hentugar á milli glerja.

50mm Classic

Classic ál- og trégardínur eru eins og nafnið gefur til kynna með sígildu útliti og henda vel bæði fyrir vinnustaði sem heimili. Classic er hægt að fá í 50mm áli og í mismunandi litum þannig auðvelt er að samahæfa stíl við yfirbragð heimila og vinnustaða. Álið er eins og aðrar álgardínur þykkara en í fjöldaframleiddum gardínum og litur rafgljábrenndur. Þessi samsettning úr ál og tré gerir það að verkum að þær eru léttari í notkun en viðarrimlagardínur. Allir íhlutir eru af bestu gerð og hannaðir með útlit og endingu í huga.

50mm viður

Í viðarrimlum bjóðum við upp á nokkra liti og hægt er að velja milli borða eða stiga. Breidd rimla er 50 mm. Viður er lifandi efni og er því hætta að hann umbreytist í sól og hita. Vogue fyrir heimilið nota við úr Linditré og er sá viður t.d. notaður í módelsmíði. Þessi viður er bæði léttur og heldur sínu upprunalega formi betur þrátt fyrir hita og sól.

Viðurinn er húðaður með sérstakri áferð sem varnar því að hann upplitist. Allir íhlutir eru af bestu gerð og hannaðir með endingu og útliti í huga.