Rafstýrðarlausnir

Við bjóðum upp á rafdrifnar lausnir fyrir allar aðstæður.

Rúllutjöld

Bjóðum við upp á lausnir fyrir þráðlaust stýrða mótora, mótora stýrða frá stýrikerfum og rofadrifna mótora. Einnig erum við með rahlöðudrifna mótora. Mótorarnir eru frá Somfy sem er leiðandi fyrirtæki hvað varðar lausnir á rafstýrðum rörmótorum. Við erum með gott úrval af fjarstýringum þar sem hægt er að stýra einum eða fleiri mótorum. Eins bjóðum við upp á fleiri tegundir rörmótora.

Strimlatjöld

Við bjóðum upp á sterkar og endingagóðar rafdrifnar strimlabrautir sem fáanlegar eru í mismunadni útfærslum. Rafdrifnar strimlabrautir er hægt að fá fyrir 89mm og 127mm strimla. Brautirnar eru fáanlegar svartar og hvítar og er þeim stýrt frá stýrikerfum, fjarstýringu eða veggrofa.

Gluggatjöld

Rafstýrðar gardínubrautir henta vel fyrir hótel, fyrirtæki og stofnanir. Eins eru alltaf einhverjir sem vilja fá slíka lausn fyrir heimilið sitt sérstaklega þar sem mörg ný hús hafa mjög stóra og breiða glugga. Þá getur verið gott að geta dregið fyrir og frá með innanhúskerfi, fjarstýringu eða veggrofa. Hjá okkur er einnig hægt að fá svokallaðan snertirofa sem virkar þannig að þegar tekið er í gluggatjöldin þá fara þau af stað.