Brautir og stangir

Vogue býður upp á gardínustangir, álbrautir, Z-brautir, flekabrautir og sjúkrahúsbrautir. Allar okkar brautir eru gerðar eftir málum.

 

Gardínustangir

Hjá Vogue færðu gardínustangir í settum. Við erum með ýmsar gerðir í boði. Einnig eigum við á lager þrýstistangir í nokkrum lengdum.

 

Álbrautir

Álbrautirnar okkar eru vinsæll kostur þar sem það fer lítið fyrir þeim, þær eru þæginlegar í uppsetningu og mjög sterkar. Þessar brautir afhendast eftir málum og er hægt að fá þær beygðar nánast eftir vild. Þær er hægt að fá á vinkil- eða í loftfestingum. Ks gardínubrautir eru til hvítar, svartar og gráar og eru 7 metrar að lengd. MTS sjúkrahúsbrautir eru hvítar og 7 metrar að lengd.

 

Flekabrautir

Flekar eða panilbrautir eru hvítar rafhúðaðar álbrautir sem eru 3,4 og 5 rása. Brautirnar eru 6m og og hægt er að nota þær í loft- eða vilkilfestingar. Sleðarnir renna mjög auðveldlega í rásunum svo ekki þarf að smyrja þær. Brautir og sleðar eru gerðar eftir málum.

 

Z-brautir

Allar okkar brautir eru smíðaðar hjá okkur eftir málum. Z-brautir hafa alltaf verið sígild lausn til að hengja upp gardínur. Brautirnar eru plasthúðaðar viðarbrautir og fást sem tveggja og þriggja rása brautir. Lengd brautanna eru 5 metrar.