Ábyrgðarskilmálar Vogue

Ábyrgðarskilmálar:

Varan sem þú hefur keypt hjá Vogue ehf nýtur ábyrgðar samkvæmt kaupalögum nr. 50/2000. Þjónustudeildir okkar halda utan um viðhald og ábyrgðarviðgerðir á öllum vörum sem fyrirtækið selur, gerist þess þörf. Ef einhverjar spurningar vakna þá hikaðu ekki við að hafa samband við okkur. Við viljum benda þér á að fylgja uppgefnum leiðbeiningum um rétta notkun og meðferð. Góð meðferð mun tryggja lengri endingu og áreiðanlegri virkni. Reikningurinn gildir sem ábyrgðarskírteini fyrir upprunalegan kaupanda.

Reikningnum verður að framvísa ef varan kemur til ábyrgðar, sem sönnun um ábyrgðartíma og að handhafi sé hinn upprunalegi kaupandi. Glataður reikningur leiðir til glataðrar ábyrgðar. Einnig er ábyrgð glötuð ef áföst ábyrgðarskírteini eða verksmiðju-, rað- og tegundanúmer hafa verið skemmd eða fjarlægt af vörunni.

Ábyrgð á vörum hjá okkur er mismunandi og í sumum tilfellum lengri en kaupalög segja til um. En áhersla er lögð á, að ábyrgð gildir ekki ef um eðlilegt slit eða rekstrarvöru er að ræða. Ábyrgðin nær til framleiðslu- og efnisgalla sem fram kunna að koma á vörunni á ábyrgðartímanum. Vogue ehf mun lagfæra eða skipta um hluti í vörunni sem falla undir slíka ábyrgð á sinn kostnað.

Það er á ábyrgð og kostnað kaupandans að koma vörunni til skoðunar eða viðgerðar til þjónustudeildar Vogue ehf ef þess gerist þörf. Undantekningar geta verið gerðar á þessu ef um nýja og fyrirferðamikla muni er að ræða. Sé það nauðsynlegt eða þess óskað að viðgerð á ábyrgðartíma fari fram utan þjónustudeildar Vogue ehf, þ.e. að viðgerðarmaður fari á staðinn og geri við eða inni af hendi aðra slíka þjónustu á vörunni, greiðir kaupandi fyrir ferðatíma, ferðakostnað og uppihald samkvæmt gildandi töxtum Vogue ehf.

Athygli skal vakin á , að vörur sem sendar eru með 3ja aðila teljast afhentar þegar þær eru afhentar flutningsaðila og eru þá á ábyrgð kaupanda. Það er á ábyrgð kaupanda að tryggja vöru sem send er með 3ja aðila.

Skilmálar um skil á vöru.

Vogue er ekki skylt að taka við vöru sem hefur verið sérframleidd að ósk kaupanda og ekki eftir 7 daga frá dagsetningu reiknings. Skilyrði er að varan sé í sama ásigkomulagi og hún var við afhendingu. Endurgreiðsla fer fram í formi inneignarnótu að frádregnum kostaði vegna vinnu, afgreiðslu, pökkunar, útkeyrslu, mælinga eða uppsetninga. Skilagjald er að lágmarki 15% af andvirði vörunnar að viðbættum flutningskostnaði. Metravöru er ekki hægt að skila.

Um dýnur gilda sérstakir skila-skiptiskilmálar.  30 daga skipti- og skilaréttur er á dýnum í stöðluðum stærðum.

Við skil á dýnu þá er andvirði hennar endurgreitt frádregnu 15% skilagjaldi. Kaupandi greiðir allan flutningskostað.

Skipti á dýnu. Hægt er að skipta dýnu út fyrir aðra innan 30 daga frá afhendingu. Ath þó að flutningur er alltaf á kostnað kaupanda.

Skilyrði við skil og skipti er að ekkert sjáist á dýnunni. Sérframleiddum dýnum er hvorki hægt að skila né skipta.

Gluggatjöld og máltaka. Vogue býður upp á máltöku og ráðgjöf gegn sanngjörnu verði. Vogue tekur fulla ábyrgð á þeirri máltöku. Ef viðskiptavinur tekur sjálfur mál þá er máltakan alfarið á hans eigin ábyrgð.

Söluveð.

Seljandi á söluveð í öllum hinum seldu munum til tryggingar samanlögðu kaupverði á framhlið reiknings þessa, ásamt vöxtum og kostnaði samkvæmt lögum 35.gr nr. 75/1997 um samningsveð. Standi kaupandi ekki í skilum með framangreint kostnaðarverð, er seljanda heimilt hvort heldur hann vill, láta selja hið veðsetta nauðungarsölu til fullnustu kröfu sinni eða rifta söluveðsetningunni og krefjast afhendingar hins veðsetta. Söluveð fellur ekki niður af hinum seldu munum fyrr en við fullnaðargreiðslu. Sama á við um vörur sem greiddar eru með raðgreiðslusamningum.

Óheimilt er að selja hið veðsetta, breyta því eða skeyta við aðra hluti þannig að hætta sé á að söluveð glatist.