Ráðleggingar sjúkraþjálfa

 

Það getur verið erfitt að velja sér dýnu úr öllu því úrvali sem í boði er á markaðnum. Því býður Vogue upp á þjónustu sjúkraþjálfara sem aðstoðar fólk við val á dýnu. Þessi þjónusta er í boði yfir vetrarmánuðina á fimmtudögum frá kl. 16.00- 18.00.

Starfsfólk Vogue hefur auk þess hlotið þjálfun hjá sjúkraþjálfara í að leiðbeina fólki við val á réttri heilsudýnu.

Þegar velja á heilsudýnu er að mörgu að hyggja.  Almennt eru heilsudýnur orðnar mýkri en áður var og er hugsunin á bak við það að dýnan lagist að líkamsvexti fólks og veiti þannig betri stuðning.  Með þessum hætti næst góð líkamstaða liggjandi. Mikilvægt er að fá hrygginn í stöðu sem hvílir hann og styður vel.

Algengast er að fólk sofi á hliðunum og þá er öxlin og mjöðmin álagssvæði.  Mikilvægt er að öxlin fái rými í dýnunni og því þarf að vera mýkra svæði fyrir hana. Mjöðmin er þyngsta svæði líkamans og þarf góðan stuðning engu að síður getur hún verið viðkvæm fyrir þrýstingi og þarf hún því nokkra yfirborðsmýkt.  Ef ekki er nógur styrkur í dýnunni undir mjöðminni er hætta á að hryggurinn sígi í hliðbeygju. Fleiri þættir skipa máli, eins og aldur fólks, líkamlegt ástand, vaxtarlag og sjúkdómar.

Almennt talað þarf fólk sem hefur miklar sveigjur í hryggnum þ.e. mikla mjóbakssveigju eða breiðar axlir,  mýkra yfirborð sem fyllir upp í og styður við sveigjurnar.

Fólk sem er þungt á sér eða á erfitt með að hreyfa sig þarf dýnu sem auðvelt er að snúa sér í. Því ætti að velja vandaða heisludýnu í slíkum tilfellum. Mediline heilsudýnurnar uppfylla ýtrustu kröfur og bíður upp á allar gerðir.  Einnig ætti rúmið að vera með háum fótum til að auðvelda fólki að komast fram úr.

Ef fólk glímir við mikla snerti-viðkvæmni í öxl eða mjöðm og þolir illa þrýsting á þessi svæði, kemur Medipocket með Sensus þrýstijöfun vel til greina, þó aðeins ef fólk er nokkuð lipurt í að snúa sér. Þá bíður Medipocket eða Medicare heilsudýnurnar einnig upp á Latex eða Supersoft yfirdýnur sem væri líka góður kostur og þá sérstaklega ef fólk á erfitt með að hreyfa sig.

Margir þjást af gigtarsjúkdómum, sérstaklega þegar aldurinn færist yfir.

Morgunstirðleiki er þekkt fyrirbæri. Þá hefur líkaminn verið lengi í sömu stöðu og líkar það ekki. Oft líður gigtarskrokkum best ef þeir eru í léttri hreyfingu. Því ætti ekki að velja heilsudýnu sem dregur úr hreyfingum fólks eins og þrýstijöfnun gerir, heldur velja dýnu sem auðveldar fólki svefnhreyfingar.

Mediline heilsurúmin eru tvímælalaust einn best kostur sem völ er á hvað varðar vöruval og möguleika til að uppfylla kröfur viðskiptavinarins.

Kristín Gísladóttir,
Sjúkraþjálfari hjá Gáska.