Þjónusta Vogue

Vogue veitir alhliða þjónustu varðandi heimilið. Við leitumst eftir því að mæta sem flestum þörfum viðskiptavina okkar.

Mæling , uppsetning og ráðgjöf gluggatjalda

Hjá okkur getur þú pantað máltöku. Starfsmaður/ráðgjafi okkar kemur á staðinn gefur ráð og mælir fyrir gluggatjöldum, hvort heldur um sé að ræða taugardínur, rúllu, strimla eða rimlatjöld. Þjónusta af þessu tagi kostar 7.990 kr. á höfuðborgarsvæðinu, óháð fjölda þeirra glugga sem mældir eru. Vogue útvegar viðskiptavinum sínum fagmenn til uppsetningar á hvers kyns gluggatjöldum sem keyptar eru hjá fyrirtækinu. Eins förum við út á land sé þess óskað og er þá gefið tilboð í ráðgjöf, mælingu og uppsetningu sé þess óskað.

Framleiðsla og viðgerð gluggatjalda

Hjá Vogue er rekin 5 manna saumastofa og 7 manna framleiðsludeild. Markmið Vogue er skýrt, að framleiða og sauma flestar gerðir gluggatjalda. Þá er hægt að koma til okkar með gluggatjöld frá okkur til yfirhalningar eða viðgerðar. Lágmarksgjald er 3.950 kr.

Framleiðsla heilsurúma og svamps

Hjá Vogue er rekin svamp- og rúmaframleiðsla sem samanstendur af 6 starfsmönnum.

Heilsurúm

Höfum sérhæft okkur í framleiðslu á Mediline heilsurúma, Sædísi heilsudýnu sjómannsins og lagskiptum svampdýnum.

Mediline heilsurúmin eru sérsmiðuð fyrir hvern og einn og hægt að vera með sitthvorn stífleikan í sömu dýnunni. Hér er hægt að velja hvort viðkomandi vilji hafa uppbygginguna úr svæðaskiptu gormakerfi eða lagskiptum svampgrunni.

Sædís heilsudýna sjómannsins er sérhönnuð dýna fyrir sjómenn. Vöruþróunarferli sem stóð yfir í 5 ár í samvinnu við sjómenn en er niðurstaðan sú að Sædís heilsudýna sjómannsins er lausn sem skarar fram úr hvað varðar styrk, þægindi og verð.

Svampdýnur lagskiptar eða venjulegar

Hér er hægt að fá allar gerðir svampdýna og í hvaða stærð sem er. Lagskiptudýnurnar taka breiðari hóp viðskiptavina þar sem fólk fær mismunandi stuðning frá dýnunni eftir þyngd.

Svampur

Hér er hægt að fá svamp í hvaða formi sem er.